Gustavsson.is - Fréttir - HM og fylgigigtin

  • Islenska
  • Deutch

HM og fylgigigtin

18.10.2013

*Ath. að þetta er gamalt blogg sem að ég póstaði á síðu Sport Elítunnar fyrr á þessu ári...

 

Þann 26. september síðastliðinn greindist ég með fylgigigt (eftir að hafa fengið álit 6 lækna, taugasérfræðings o.fl.) en fylgigigtina fékk ég í kjölfar salmonellusýkingar. Fylgigigtin lýsti sér í grófum dráttum þannig að ég bólgnaði gríðarlega mikið upp í baki, hnjám og ökkla og þegar ég var sem verstur gat ég ekki staðið upp úr rúmminu þar sem að liðirnir gátu ekki borið mig og svaf lítið og jafnvel ekkert á næturna. Þetta voru gríðarlega erfiðar 10 vikur og líklega þær erfiðustu á minni ævi. Á hverjum degi lá ég hjálparlaus annhvort uppi í rúmi eða í sófanum í stofunni (þegar ég náði að koma mér þangað) og sá konan um mig eins og hjúkka á sjúkrahúsi. Án hennar hefði ég líklega legið inni á spítala í allan þennan tíma þar sem að ég þarnaðist umönnunnar allan daginn.

Þetta eru mjög sjaldgjæf veikindi og lítið af upplýsingum til um þau og því finnst mér nauðsynlegt að upplýsa fólk um hvernig mér tókst að bæla niður þennan djöful og vonandi að þetta komi til með að aðstoða einhverja í framtíðinni. 

 

Þetta bíó hófst allt á því að ég fékk matareitrun (salmonellu) á veitingarstað og var matareitrunin sem slík alls ekkert svo slæm og var eins og hver önnur magakveisa. Magakveisan hvarf á þremur dögum en síðan tveimur dögum seinna fór ég að finna að eitthvað var ekki í lagi. Ég varð örlítið slappur og kenndi mér meins í baki, en samt ekkert sem ég gat verið að væla yfir. Síðan einn morguninn er ég stóð uppúr rúmminu og steig í annan fótinn þá vissi ég að einhvað væri að enda með stokkbólgin ökkla eftir nóttina án þess að nokkuð hafi gerst.

 

 

Eftir að ég fékk greininguna að um væri að ræða fylgigigt settu sig margir einstaklingar sig í samband við mig sem að höfðu lent í þessu sama og eru til gríðarlega misslæm tilfelli af þessari blessuðu fylgigigt. Til að mynda hafði gömul skólasystir mín samband við mig en hún hefur verið að berjast við þennan djöful í um 8 ár, hefur verið mikið veik og er ekki vinnifær í dag.

Í fyrstu gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þessi veikindi gátu verið og fáir sem að ná sér á innan við 6 mánuðum og einhverjir sem að berjast við þetta í einhver ár, en það fyrsta sem kom upp í hugann hjá mér var... „Ég verð að ná HM í janúar!“. Allir læknar töldu það nánast ómögulegt að ég myndi ná mér fyrir þann tíma þar sem ég þyrfti jú fyrst að losna við öll einkenni og svo að byggja upp líkamann fyrir átökin. Þannig að það var mikil vinna fyrir höndum og hefði mér aldrei tekist að komast svona fljótt á fætur án þeirra hjálpar sem ég fékk frá hinum ýmsu aðilum. Ég notaðist við allar mögulegar aðferðir sem að gætu hjálpað, þó svo að einhverjar af þeim væru hálf furðulegar.
 

Ef þú færð magakveisu og beinu framhaldi einhverjar verki eða bólgur í skrokkinn. Leitaðu þér strax hjálpar vegna þess að rétt og skjót greining getur verið gulls í gildi. Ég fór allar mögulegar leiðir til að ná mér sem fyrst og kannski getur þetta hjálpað einhverjum sem að lendir í þessu í framtíðinni (sem ég vona að verði sem fæstir). En þetta er allavega það sem að kom mér á fætur.

 

Í fyrstu var reglulega tappað liðvökvanum af hnjánum á mér, ég kældi liðina reglulega yfir daginn með kælipokum, bar á mig Orthogel (mentol-kælikrem), bara á mig Quark (þýskt skyr), vafði mig með teygjubindi sem innihélt bólgeyðandi vökva, kremaði mig með bólgueyðandi kremi, var settur á steralyf (bólgueyðandi stera til að losna við bólgurnar í liðunum), gigtarlyf (til þess að bæla niður fylgigigtina), pensilín (til þess að losna við Salmonelluna), gúffaði í mig endalaust af vítamínum og töflum til þess að styrkja ofnæmiskerfið, henti í mig verkjatöflum þegar ég var sem verstur, drakk aukalega 800-1.000 ml. af vatni á dag og bætti í það nokkrum dropum af heiluðu vatni, drakk 3 glös á dag af engiferdrykknum My Secret, borðaði Berry En gel sem að styrkti ofnæmiskerfið, liðina og gaf mér mikið af andoxunarefnum, fór í sogaæðanudd í 2 tíma á dag, notaði sótthreinsandi krem á hendurnar á mér 5x á dag og var alltaf með Balance bandið á mér.

4 vikum, 12 blóððrufum og 3 saursýnum seinna var allt farið að lýta betur út og mikil batamerki að sjá, en ég átti ennþá langt í land.

 

Verkjum og andvökunóttunum fækkaði ekki en ég var með stanlausa verki og að auki þurfti ég að fara á klósettið hátt í 6 sinnum á hverri nóttu (sem var ekki auðvelt í þessu ástandi) en bólgurnar losuðu sig út í gegnum þvagrásina.

 

Eftir 5 vikur var ég laus við hækjurnar og gat farið að hreyfa mig aðeins. Þá voru næstu verkefni að negla sterasprautum í hnén á mér og æfa í frystiklefa svo eitthvað sé nefnt, en í frystiklefanum tók ég kraftgöngu nokkrar mínútur á dag í mínus 110° sem að var áhugaverð lífsreynsla. Að auki gat ég farið í göngutúra og byrjað að kveikja á vöðvakerfinu sem að hafði verið í algerri hvíld i 5 vikur.

 

Eftir 6 vikur var ég svo farin að geta hjólað aðeins og gert styrktaræf. í sundlaug. Á þessum tíma fór ég einnig í “Moxa Therapy” sem að er kínverk aðferð til þess að losa um bólgur í með hita (voru sett lítil “reykelsi” á hnén á mér og kveikt í þeim).

 

Á viku 7 var svo komið að því að auka við æfingar í sundlaug og byrjaði ég að rífa rólega í lóðin í gymminu en ég hafði rýrnað gífurlega og tapað um 7-8 kílóum á þessum 6 vikum. Á þessum tíma fór ég að gúffa í mig EAS efnum til að ná sem bestum árangi í gymminu og endurheimtin var einnig gríðarlega mikilvæg en þá kom sér fatnaðurinn frá 2XU sér vel. Ég æfði í cirka 3-4 tíma á dag (í gymminu og heima), var í stífri sjúkraþjálfun og einnig í nálastungum.

 

Á 8. viku var allt farið að lýta mjög vel út og nánast laus alveg laus við þessa vitleysu og var nú planið að koma sér í betra líkamlegt ástand til þess að geta stigið inná völlinn sem fyrst. Á þessum tíma flaug ég til Íslands til þess að fá álit lækna landsliðsins á mínum málum og kíkti á Árna Jón gigtarlækni sem að hafði hjálpað mér gríðarlega mikið í gegnum veikindin í gegnum tölvupóst. Þarna náði ég einnig að fylgja landsliðinu í gegnum fyrsta verkefni nýs þjálfara svo að ég gæti verið hluti af liðinu þrátt fyrir veikindin og á ég HSÍ mikið að þakka fyrir að gera það mögulegt. Í þessari sömu ferð náði ég að hitta vini og ættingja sem að var mjög mikilvægt fyrir andlega þáttinn. Á þessum tíma náði ég að byggja mig enn betur upp líkamlega í World Class Laugum og eftir erfiða æfingu var gulls í gildi að smella sér í ísbað og slökun í Spa-inu.

 

Að þessari Íslandsferð lokinni fór ég til Þýskalands og gat farið að æfa með liðinu og loksins farið að standa í marki. Þá var bara eftir að koma sér í sem best leikform til þess að verða 100% klár fyrir HM verkefnið eftir nokkrar vikur. Ég var mjög fljótur að komast í leikform enda fékk ég mikinn spiltíma hjá liðinu mínu á þessum tíma og nýtti hverja einustu mín. inná vellinum. Þessir síðustu leikir á árinu, fram að landsliðpásunni, voru mínir bestu leikir á árinu sem að gaf mér sjálfstraust og sá þar með frammá það að geta tekið þátt í HM að því gefnu að ég næði að sanna mig fyrir nýja landsliðsþjálfaranum. Það var auðvitað mitt aðal markmið í allri þessari endurhæfingu að ná HM og barðist ég fyrir því á hverjum degi.

 

Þessa dagana er ég á mjög litlum skammti af steralyfjum (stiglækkandi meðferð) og einnig á gigtarlyfjunum til þess að halda þessu öllu niðri og lýtur allt út fyrir það að ég sé laus við þennan djöful fyrir fullt og allt! Í dag er ég alveg einkennalaus, sjaldan liðið betur í skrokknum, fullur af orku og tilbúinn í baráttuna á Spáni!

 

Ég komst í gegnum þetta með gríðarlega mikilvægri aðstoð frá fullt af aðilunum og með jákvæðni, baráttu og íslenska hjartanu!

 

Konan mín gerði það einnig að verkum að ég hélt geðheilsu enda jákvæðasta mannvera á jörðinni og hennar furðulegi og yndislegi húmor gladdi mig á hverjum degi.  Einnig langar mig að þakka öllum þeim sem að hafa aðstoðað mig í gegnum þetta ferli...

 

Ég vil þakka Árna Jón gigtarlækni, HSÍ og öllu þeirra sjúkrateymi (Ella, Pétri, Örnólfi, Binna, Ingu), SCM teyminu (Andreas, Guido, Hoffi), Ingu ömmu fyrir orkuna sem hún sendir á mig, Dísu og Bjössa í World Class, Óla Solimann hjá My Secret, Benna (Balance bönd, Orthogel, heilað vatn), Heimi Karls og Berry En, Gauta hjá Betra bak, Bergi Kíró, EAS o.fl.

 

Takk fyrir mig!

 

Ég get loksins hætt að væla og má HM fara að byrja... Ég mun njóta hverrar mín inná vellinum í botn og er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af íslenska landsliðinu á HM á Spáni.

 

Áfram Ísland!

 

Sponsors

Partners

Instagram #HandballGustavsson

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013