Gustavsson.is - Fréttir - Svaraðu nú : Ólafur Gústafsson

  • Islenska
  • Deutch

Svaraðu nú : Ólafur Gústafsson

25.10.2013

Eins og fyrir alla leiki mun ég spyrja einn leikmann úr liði andstæðingana spjörunum úr og fyrstur á dagskrá er hinn stórskemmtilegi Ólafur Gústafsson leikmaður SG Flensburg-Handewitt.

 

Nafn? : Ólafur Gústafsson

 

Ef þú þyrftir að velja þér annað nafn... Hvað yrðu fyrir valinu? : Siggi Húfa

 

Staða á vellinum? : Vinstri skytta

 

Ef þú þyrftir velja þér aðra stöðu á vellinum hvaða staða yrði það? : Ég væri fullkominn varamarkmaður, kæmi inná annað slagið og ver víti.

 

Hver er leiðinlegast handboltamaðurinn? : Freyr Brynjars fór alltaf vel í taugarnar á mér sem FH-ing

 

En sá skemmtilegasti? : Anders Eggert

 

Hvað lag kemur þér í gírinn fyrir leik? : Avicii - You make me er að gera góða hluti í klefanum fyrir leiki núna

 

Hvað heldurðu að þú setjir mörg í næsta leik? : Fer eftir því hversu mörg markmaðurinn i Bergischer leyfir mér, hann er búinn að vera eins vél undarfarnar vikur.

 

Myndirðu spila fyrir annað land ef þú fengir 50 milljónir? : Nei hver þarf peninga þegar maður hefur þjóðarstolt

 

Hvernig myndi þín síðasta kvöldmáltíð lýta út? : Pepsi Max, tveir kleinuhringir með karamellu og poki af kúlusúkki.

 

Hvað er best við að vera frægur? : Að vera með númerið hjá Bjögga Gúst í símaskránni minni

 

Ef þú mættir velja þér einn ofurkraft hver yrði fyrir valinu og hvað myndirðu nýta hann í? : Geta breytt mér í orm, myndi nota hann í að skríða þegar ég er þreyttur.

 

Mátt eyða einu kvöldi með einhverri manneskju, hver yrði fyrir valinu og hvað mynduð þið gera? : Alicia Keys, myndi láta hana syngja mig í svefn.

 

Björgvin Páll Gústavsson er... : Með einstaklega vel heppnaða hárgreiðslu, þökk sé Silver

 

Þjóðverjar eru... : Gott fólk sem borgar launin mín

 

Handbolti er... : Áhugamál mitt og atvinna

 

Íslenska landsliðið er.. : Einstakt

Sponsors

Partners

Instagram #HandballGustavsson

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013