Gustavsson.is - Fréttir - Æfingadagbók 1

  • Islenska
  • Deutch

Æfingadagbók 1

26.10.2013

Jæja þá er komið að því að þræða fyrstu æfingarvikuna mína síðan að heimasíðan mín fór í loftið, en þetta er eitthvað sem að ég ætla að reyna að gera í hverri viku til þess að halda mér enn meira á tánum og til þess að gefa lesendum hugmyndir af góðum æfingum. Við hjá Bergischer HC erum með gríðarlega öflugan fittness þjálfara (David Gröger) sem er með allt á hreinu og sækir sína þekkingu að mestu til bandaríkjana, einnig tel ég mig vera nokkuð fróðan í þessum efnum og vonandi að þetta nýtist einhverjum og þið hafið gaman af. Ef að einhver er með hugmyndir af góðum æfingum sem vert er að prufa er ég alltaf opinn fyrir því að prufa nýja hluti og ekki vera feiminn að henda á mig pósti með einhverjum “good shit” æfingum.

 

Þessi æfingarvika var frekar óvenjuleg en við spiluðum á síðasta laugardag gegn SC Magdeburg þar sem við unnum frábæran sigur og áttum svo leik við Wetzlar í birkarnum (sem fór ekki eins vel) strax á þriðjudegi þannig að maður varð að reyna að halda sér ferskum á milli þessari tveggja leikja. Það sem ég geri til að halda mér ferskum er að æfa! Ef að ég tek algera pásu í einn dag í svona törn þá er erfiðara fyrir mig að rífa mig aftur upp. Þess vegna tók ég lyftingaræfingu á sunnudeginum eftir leik til að halda mér stinnum en ég tók svona snerpu recovery æfingu. Æfing vikunnar eru tvær í þetta skiptið og getið skoðað þær í video-inu hér fyrir neðan (önnur í bakgrunni) en þessar tvær æfingar eru góðar til að viðhalda snerpunni og mikilvægt að hvíla lengi á milli setta og taka max 8 endurtekningar til að halda ferskleikanum.


Eftir leikinn gegn Wetzlar fór í gang nokkuð eðlilegt prógramm (4 dagar í leik) þar sem við lyftum einu sinni og æfðum bara einu sinni á dag nema á þeim degi sem að lyftingarnar voru. Vonum að þessi góða æfingarvika skili okkur punktum á móti gríðarsterku liði SG Flensburg-Handewitt í dag en við getum jafnað þá að stigum með sigri, sem að er eitthvað sem að engin átti von á eftir 11 umferðir í bestu deild í heimi.

 

 

Sponsors

Partners

Instagram #HandballGustavsson

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013