Gustavsson.is - Fréttir - Ebbu uppskrift vikunnar : Kreólskur pottréttur

  • Islenska
  • Deutch

Ebbu uppskrift vikunnar : Kreólskur pottréttur

01.11.2013

Fyrsta uppskriftin frá henni Pure Ebbu kemur hérna en um er að ræða einfaldan, fljótlegan, meinhollan og ótrúlega góðan rétt sem að allir ættu að henda í um helgina.... Allavega væri ég mikið til í þessa snilld í staðinn fyrir matinn hérna á hótelinu í Austurríki þar sem ég er staddur.... (Þessi uppskrift er fyrir fjóra til fimm)

 

INNIHALD

 

500 g kjúklingabringur brytjaðar (einnig hægt að nota afganga af kjúklingi, lambakjöti, nautakjöti o.s.frv.)

2-3 hvítlauksrif

2 laukar eða blaðlaukar

4 tsk þurrt estragon (eða 4 tsk marjoram eða 4 tsk timian. Ef notaðar eru ferskar kryddjurtir þá er magnið um 4 msk smátt saxaðar)

2 tsk paprikuduft

2 tsk karrí

½ tsk pipar nýmalaður

3-4 tómatar

6-8 gulrætur

1 tsk sjávarsalt

2-3 tsk lífrænn msg-laus grænmetiskraftur leystur upp í 4-5 dl af heitu vatni

1 dós 10% sýrður rjómi (180 g)

4 msk sæt chilisósa

1 msk mangóchutney

2 dl rjómi, kókósmjólk eða 10% sýrður rjómi.

 

 

AÐFERÐ

 

1. Skerið laukinn smátt á einu bretti.

2. Á öðru bretti skerið þið kjúklinginn í munnbita (eða það afgangskjöt sem þið ætlið að nota)

3. Mýkið laukinn ásamt kryddinu og kjötinu í ½ desilítra af vatni í sæmilega stórum potti.

4. Á meðan þetta mallar skuluð þið þvo og skera allt grænmetið í munnbita (á sama bretti og þið skáruð laukinn) og henda út í pottinn jafnóðum.

5. Mangóchutney og chilisósu bætt út í.

5. Bætið við grænmetiskrafti (í vatninu), sýrðum rjóma og rjóma/kókosmjólk og látið allt malla í um 20 mínútur á vægum hita.

 

*Réttinn má bera fram með niðurskornu grænmeti og/eða salati, kartöflum, hýðishrísgrjónum, byggi, quinoa eða grófu brauði.

Sponsors

Partners

Instagram #HandballGustavsson

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013