Gustavsson.is - Fréttir - Uppboð á landsliðstreyjum!

  • Islenska
  • Deutch

Uppboð á landsliðstreyjum!

06.11.2013

Nú er Movember í fullum gangi í Þýskalandi en það er það sem að við Íslendingar köllum Mottu-Mars. Krabbamein er eitthvað sem að snertir mikið af fjölskyldum um allan heim og átak eins og Movember/Mottu-Mars eru gríðarlega mikilvægt til þess að vekja athygli á tilvist þessa sjúkdóms og til þess að safna fé fyrir þá sem þurfa á hjálp að halda.

 

Ég og Sverre Andreas Jakobsson varnartröll og félagi minn úr landsliðinu höfum því ákveðið að setja tvær landsliðstreyjur frá okkur á uppboð og rennur allt söluverð óskipt til einstaklings sem að þessa stundina er að berjast við krabbamein og er að fara að hefja mikla og erfiða báráttu á næstu mánuðum.

 

Ef að þið hafið áhuga á að eignast aðra hvora af þessum landsliðstreyjum þá megið þið endilega senda mér tölvupóst á netfangið gustavsson@gustavsson.is eða hafa samband við mig í gegnum Facebook. Það eina sem þið þurfið að senda mér er hversu háa upphæð þið eruð tilbúin að borga og hvora treyjuna þið viljið. Ekki vera feimin við að að gera lág tilboð en ég mun leyfa öllum að fylgjast með hversu há hæstu boð eru en við byrjum í 0 kr.

 

Þetta er tilvalið tækifæri til að t.d. eignast landsliðstreyju fyrir EM í janúar, til að gefa í jólagjöf eða til að styðja við þetta þarfa málefni. Ég get allavega lofað því að þú færð gott “Karma” með þér við þessi kaup, svo eitt er víst!

 

Hlökkum til að heyra frá ykkur!

 

Kv. Björgvin Páll Gústavsson

 

Ps. Yrði hrikalega ánægður ef að þið mynduð öll nenna að dreifa þessu áfram á Facebook! :)

 

Sponsors

Partners

Instagram #HandballGustavsson

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013