Gustavsson.is - Fréttir - Svaraðu nú : Rúnar Kárason

  • Islenska
  • Deutch

Svaraðu nú : Rúnar Kárason

09.11.2013

Nafn? : Rúnar Kárason

 

Ef þú þyrftir að velja þér annað nafn... Hvað yrðu fyrir valinu? : Ég er bara hrikalega ánægður með eigið nafn.

 

Staða á vellinum? : Hægri skytta

 

Ef þú þyrftir velja þér aðra stöðu á vellinum hvaða staða yrði það? : Ég held að það sé ekkert mál að standa í marki og láta þrykkja aðeins í sig;)

 

Hver er leiðinlegast handboltamaðurinn? : Freyr Brynjars er nú alveg helvíti leiðinlegur að spila á móti en eflaust hrikalega fínt að hafa svona gæja með sér í liði

 

En sá skemmtilegasti? : Jóhann Gunnar Einarsson

 

Hvað lag kemur þér í gírinn fyrir leik? : Það er rosalega mismunandi

 

Hvað heldurðu að þú setjir mörg í næsta leik? : 2,5 mörk

 

Myndirðu spila fyrir annað land ef þú fengir 50 milljónir? : Nei.

 

Hvernig myndi þín síðasta kvöldmáltíð lýta út? : Hún myndi lýta hrikalega vel út

 

Hvað er best við að vera frægur? : Ég tel mig ekki vera frægan en svona innan handboltans er kannski fínt að því betri sem maður verður því meira af dóti og búnaði fær maður kostnaðarlaust.

 

Ef þú mættir velja þér einn ofurkraft hver yrði fyrir valinu og hvað myndirðu nýta hann í? : Að vinna alla leiki undantekningarlaust, ég myndi nýta hann í að verða meistari út um allt og fá ógeðslega mikinn pening fyrir, setjast svo að á Íslandi í einhverju nettu húsi, kaupa mér sumarbústað og vera bara bongóslakur á því með krökkunum og Söru það sem eftir lifir.

 

Mátt eyða einu kvöldi með einhverri manneskju, hver yrði fyrir valinu og hvað mynduð þið gera? : Ég væri mikið til í að hitta Gumma vin minn og eiga gott chill með honum, við búum í sitthvorri heimsálfunni og hittumst sjaldan og enn sjaldnar í sumar því hann var að vinna út á landi. Svo langar mig líka mikið að hann hitti nýfæddan son minn

 

Björgvin Páll Gústavsson er... : Rosalega góður og hjarthlýr maður sem hugsar hrikalega vel um sig og sína

 

Þjóðverjar eru... : Ferkantaðir sumir hverjir en oftast bara alveg ágætis fólk

 

Handbolti er... : Lifi brauð mitt og bara hin fínasta vinna :)

 

Íslenska landsliðið er.. : Samansafn af hrikalega skemmtilegum, vinnusömum og færum einstaklingum sem er alveg einstaklega skemmtilegt að hanga með ;)

Sponsors

Partners

Instagram #HandballGustavsson

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013