Gustavsson.is - Fréttir - Fæðubótarefni (frá Hreysti) og Boost aldarinnar!

  • Islenska
  • Deutch

Fæðubótarefni (frá Hreysti) og Boost aldarinnar!

10.11.2013

Fyrir íþróttamann eins og mig eru fæðubótarefni og heilusamlegt mataræði rosalega mikilvægt, en mín helsta barátta er að halda í kílóin og snerpuna.
Ég er um 88 kg. en rokka um 2-3 kg. á viku og fer það eftir álagi á æfingum og í leikjum. Ég þarf að innbyrgða alveg gríðarlegt magn af hitaeiningum til þess að fá næga orku (er með mjög hraða brennslu) og sem dæmi þá verð ég að borða 2 heitar máltíðir á dag (ef að ég er á tveimur æfingum) annars verð ég alveg ómögulegur. Ofan á þessar tvær heitu máltíðar er ég að borða stóran morgunmat og 2-3 millimál á dag þannig að ef að ég væri bara að henda ofan í mig einhverju rusli þá myndi líkaminn nú gefast upp á mér ansi fljótt.

 

Fyrir mig eru fæðubótarefni gríðarlega mikilvæg en án þessara 1.-1.200 kaloría sem þaðan koma er ég fljótur að fjúka niður í þyngd. Sem dæmi má nefna þá fór ég úr tæpum 90 kg. í 75 kg. á einu undirbúningstímabili (var reyndar langt tímabil) þar sem að mikið var hlaupið og missti ég þar gríðarlega mikinn styrk og hraða.

 

Núna rétt í þessu var sendingin mín frá Hreysti að skila sér í hús en um er að ræða hrikalega öflugar vörur! Hér er smá listi yfir það sem ég er að henda í mig frá þeim...

 

 

Byrja morgnana á Sport Vitamins (vantar á mynd) og hendi svo Super Greens, Hemp próteini og Flax Seed duftinu útí boostið mitt (getið séð Boost-ið hérna fyrir neðan)

Á handboltaæf. : Viper Electro steinefnatöflur

Eftir handboltaæfingar og leiki : Recovery Max

Fyrir lyftingaræf. : Pump up töflur
Á meðan á lyftingaræf. stendur : MaxiPower
Eftir lyftingaræf. : Promax Extreme blandað við Amino-NRG

Undir miklu álagi og þegar mikil þreyta segir til sín þá hendi ég í mig Max ZMA fyrir svefninn
 

Hérna kemur svo Boost-ið mitt sem að inniheldur flest af því besta sem að þessi heimur hefur uppá að bjóða. ;)

 

 

Þetta boost hérna fæ ég mér einu sinni á dag, á morgnana eða sem millimál... Innihaldið í þessu Boost-i er...

Frosin jarðaber, bananar, spínat og klakar (þetta er komið ofan í mixer-inn á myndinni), Super Greens duft, Flax Seed duft, Hemp prótein, Maca duft, Chia fræ (lögð í bleyti), smá kanill, lífrænt jógúrt, haframjöl (gróft), hnetusmjör, Hemp olía, lífræn ólífuolía, berjasafi og vatn (vatnið stjórnar þykktinni).... Reyni að notast við sem mest af BIO vörum og ég reyni að gera stóran skammt sem dugar fyrir næstu tvo daga einnig.

 

    

 

Mmmmmmmm.....

 

Sponsors

Partners

Instagram #HandballGustavsson

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013