Gustavsson.is - Fréttir - Svaraðu nú : Aron Gunnarsson

  • Islenska
  • Deutch

Svaraðu nú : Aron Gunnarsson

15.11.2013

Nafn? : Aron Gunnarsson

 

Ef þú þyrftir að velja þér annað nafn... Hvað yrðu fyrir valinu? : Ívar Gunnarsson

 

Staða á vellinum? : Miðja

 

Ef þú þyrftir velja þér aðra stöðu á vellinum hvaða staða yrði það? : Miðvörður

 

Hver er leiðinlegast fótboltamaðurinn? : Robben lýtur út fyrir að vera leiðinlegur á vellinum, en hvað veit maður

 

En sá skemmtilegasti? : Jimmy Bullard eftir að hafa séð einhverjar klippur með honum á netinu, mjög flippaður sýnist mér

 

Hver er þinn uppáhalds handboltamaður? : Fyrir utan Arnór Gunnarsson bróðir minn þá hef ég alltaf haft gaman af Alexander Petersson, grjótharður í bæði vörn og sókn

 

Hvað lag kemur þér í gírinn fyrir leik? : Ekkert sérstakt eins og er en í fyrra var það Cant hold us með Maklemore

 

Hvenær heldur þú að þú skorir fyrsta landsliðsmarkið þitt? : Móti Króatíu

 

Myndirðu spila fyrir annað land ef þú fengir 500 milljónir? : Nei ég er alltof stolur Íslendingur tl þess að hugsa þetta fyrir peninga

 

Hvernig myndi þín síðasta kvöldmáltíð lýta út? : Hamborgarhryggur að hætti Jónu Arnórs

 

Hvað er best við að vera frægur? : Að geta gefið af sér til yngri kynslóðarinnar

 

Ef þú mættir velja þér einn ofurkraft hver yrði fyrir valinu og hvað myndirðu nýta hann í? : Basic, ég myndi vilja fljúga og myndi nýta það það til að fljúga og skoða allt sem hægt væri að skoða

 

Mátt eyða einu kvöldi með einhverri manneskju, hver yrði fyrir valinu og hvað mynduð þið gera? : Myndu vera afarnir sem eru báðir fallnir frá til að geta fengið skemmtilegar reynslusögur

 

Björgvin Páll Gústavsson er... : mjög góð fyrirmynd fyrir unga íþróttamenn

 

Englendingar eru... : spjallarar

 

Handbolti er... : skemmtilegasta íþróttin fyrir augað

 

Fótbolti er... : lífið mitt og vinna

 

Íslenska landsliðið er.. : á uppleið

Sponsors

Partners

Instagram #HandballGustavsson

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013