Gustavsson.is - Fréttir - Hollur súkkulaðisjeik!

  • Islenska
  • Deutch

Hollur súkkulaðisjeik!

16.11.2013

Súkkulaðisjeik

 

150 ml vatn

100 ml lífræn ósæt möndlumjólk

1 msk kakó (hrátt lífrænt hollast)

1 frosinn banani

2 msk kaldpressuð hör-, hamp- eða kókosolía

1 msk hvítt tahini

1 daðla eða 10 dropar Via-Health vanillu eða súkkulaði stevia

1/2 tsp vanilla powder (má sleppa)

 

Blandið vel og namm!

 

 

*Til að fá meira prótein getið þið bætt við möndlum eða lífrænu mysupróteinni út í drykkinn

*Tahini er einstaklega næringarríkt, ríkt af járni, kalki, próteini, lífsnauðsynlegri fitu, B-vít, E-vít, magnesium osfrv.)

*Í staðinn fyrir tahini-ið getið þið notað lúku af möndlum eða kasjúhnetum (hollast ef lagt í bleyti í nokkrar klst fyrst, skolað og svo notað í sjeik)

*Hrátt lífrænt kakó er súpermatur, stútfullt af andoxunarefnum, magnesium og gleðiefnum fyrir okkur.

*Mér finnst svakalega gott að nota 1-2 msk af Gojiberjum í drykkinn minn líka sem eru súperfæða, full af andoxunarefnum, próteini (já próteini), C-vít, B-vít... http://www.pureebba.com/What-are-Goji-berries

*Ef þið sleppið banananum getið þið notað 3 döðlur í staðinn fyrir hann og stevíuna.

*Ef blandarinn ykkar er ekki mjög góður meikar hann kannski ekki frosinn banana. Þá getið þið notað ekki frosinn banana og svo bara klaka til að gera drykkinn kaldan.

*1/2 avókadó þroskaður er góður í þennan!

*Ég kaupi lífrænt mysuprótein frá Dr.Mercola sem er svo gott á bragðið að það er steik .. gott að bæta því við hér eftir æfingar.

 

Um Gojiber: http://www.pureebba.com/What-are-Goji-berries

Um Chiafræ: http://www.pureebba.com/What-are-chia-seeds

Um Mercola próteinið: http://proteinpowder.mercola.com/Miracle-Whey-Protein.html

Mercola próteinið fæst m.a. hér: http://www.mammaveitbest.is/is/node/781

Meiri upplýsingar um súperfæðuna tahini: http://www.pureebba.com/What-is-so-great-about-tahini

Um Stevíuna: http://www.pureebba.com/blog/stevia

Sponsors

Partners

Instagram #HandballGustavsson

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013