Gustavsson.is - Fréttir - Æfingardagbók 3

  • Islenska
  • Deutch

Æfingardagbók 3

03.12.2013

Æfing vikunnar er úr flokknum Overspeed Training en þessa "vikuna" eru heilir 10 dagar milli leikja, sem er óvenjulegt þar sem að þýska deildin er spiluð mjög þétt. Þar með gafst tími til þess að lyfta örlítið meira en gerist í venjulegri viku og einnig hægt að vera meira í keyrsluæfingum þar sem að vel er tekið á því.

 

Fyrstu dagarnir í þessari löngu viku hjá okkur voru mjög erfiðar en svo þegar nær dregur leiknum þá fer venjuleg rútína í gang og meira um hvíld og endurheimt. Æfing vikunnar í þetta skiptið passar frábærlega inn í slíka viku en með "Overspeed Training" ertu að ná að blekkja vöðvana aðeins og leyfa þeim að vinna hraðar en þeir gera venjulega. Þessi æf. á einnig mjög vel við þegar ná skal út öllu því "power-i" sem búið er að byggja upp í byrjun vikunnar.

 

Sýningardýrið í þetta skiptið er vinnuþjarkurinn Arnór Gunnarsson en hann er þessa stundina ekki leikfær vegna kjálkabrots en hefur notað tímann gríðarlega vel til þess að koma sér í frábært stand og er maðurinn orðin vél! Þessi æfing fittar einnig mjög vel inn í hans prógramm þar sem að hann fer að spila innan skamms og þarf að ná út "power-inu" sem að hann hefur verið að safna upp síðustu vikurnar í lyftingarsalnum. Arnór er þessa stundinga 100 % með á öllum æfingum en þarf bara að passa að fara ekki í "kontakt" og verður því klár í dæmið strax frá fyrstu mín. þegar læknarnir gefa honum grænt ljós.

 

Enjoy!

 

 

Sponsors

Partners

Instagram #HandballGustavsson

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013