Gustavsson.is - Fréttir - Svaraðu nú : Aron Pálmarsson

  • Islenska
  • Deutch

Svaraðu nú : Aron Pálmarsson

13.12.2013

Nafn? : Aron Pálmarsson

 

Ef þú þyrftir að velja þér annað nafn... Hvað yrði fyrir valinu? : Gabriel Omar

 

Staða á vellinum? : Miðja, skytta

 

Ef þú þyrftir velja þér aðra stöðu á vellinum hvaða staða yrði það? : Myndi ekki nenna að vera í annari stöðu

 

Hver er leiðinlegast handboltamaðurinn? : Bjarni Fritz, spilaði með honum í hálft ár hjá FH, gaf aldrei boltann!

 

En sá skemmtilegasti? : Mjög einfalt, spila reyndar hvorugur lengur... Logi Geirs og Sverrir Garðars

 

Hvað lag kemur þér í gírinn fyrir leik? : Can't be touched með Roy Jones Jr.

 

Hvað heldurðu að þú setjir mörg í næsta leik? : 5 + verð allavega með 100% nýtingu þar sem að Bjöggi er í markinu!

 

Myndirðu spila fyrir annað land ef þú fengir 50 milljónir? : Ekki séns

 

Hvernig myndi þín síðasta kvöldmáltíð lýta út? : Lambalæri eldað af ömmu minni

 

Hvað er best við að vera frægur? : Hvað treyjurnar mínar sem ég gef til góðgerðarmála seljast á fáránlegan pening!

 

Ef þú mættir velja þér einn ofurkraft hver yrði fyrir valinu og hvað myndirðu nýta hann í? : Ég myndi vilja að hrákan mín myndi lækna alla sjúkdóma, væri væntanlega allan daginn hrækjandi og gæti látið gott af mér leiða og yrði væntanlega vinsælasta og dýrmætasta manneskja allra tíma.

 

Mátt eyða einu kvöldi með einhverri manneskju, hver yrði fyrir valinu og hvað mynduð þið gera? : Mike Tyson, fara á djammið með honum og enda svo heima með Hlölla og horfa á gamla bardaga með honum

 

Björgvin Páll Gústavsson er... : Yndisleg manneskja

 

Þjóðverjar eru... : Þokkalegasta lið

 

Handbolti er... : Mitt áhugamál og vinna

 

Íslenska landsliðið er.. : Einstakt

 

Ég vil þakka Aroni fyrir skemmtileg svör og í leiðinni vekja athygli á  málefni sem að stendur Aroni mjög nærri en hann styður við bakið á minningarsjóði Sigrúnar Mjallar með því að gefa handboltatreyju sem verður boðin upp til styrktar sjóðnum

 

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/aron-stydur-vid-bakid-a-minningarsjodi-sigrunar-mjallar--handboltatreyja-bodinn-upp-
 

Sponsors

Partners

Instagram #HandballGustavsson

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013