Gustavsson.is - Fréttir - Samstarf við VÍS

  • Islenska
  • Deutch

Samstarf við VÍS

12.01.2014

Ég gerði á dögunum samstarfssamning við VÍS, en ég hef átt í viðskiptum við það flotta fyrirtæki í langan tíma.

 

Fyrir atvinnumenn í íþróttum er gríðarlega mikilvægt að vera vel tryggður en ég er t.d. með slysatryggingu og sjúkradagpeninga sem að dekka það tekjutap sem að ég verð fyrir ef að ég meiðist og svo er ég einnig með líf- og sjúkdómatryggingu, sem er jú ekki bara mikilvæg fyrir íþróttamenn.

 

Hingað til hef ég verið með þessar tryggingar úti í Þýskalandi þar sem að ég er búsettur en ákvað að grennslast fyrir um hvort ég gæti ekki tryggt mig á Íslandi.

Þegar ég hafði samband við VÍS komst ég að því að þeir bjóða uppá mun betri kjör en fyrirtækin úti og bjóða uppá mun betra verð. Einnig er gríðarlega þægilegt að eiga samskipti við íslenskt fyrirtæki og allar reglur og lög mun skýrari.

 

Ég mæli eindregið með því að allir íþróttamenn erlendis skoði hvað VÍS hefur uppá að bjóða og beri saman við þær tryggingar sem að þeir eru með og ef að menn eru á annað borð ekkert tryggðir t.d. vegna hversu dýrt það er, þá er VÍS málið!

 

Ég hljóma hérna eins og einhver sölumaður en mér fannst ég verða að deila þessu með ykkur enda hrikalega sáttur með þessar nýju tryggingar sem spara mér margar krónur og að auki veita mér meira öryggi. Skemmir heldur ekki fyrir að setja peninginn sinn í íslenskt fyrirtæki á tímum sem þessum.

 

VÍS er eins og margir vita einnig stór styrktaraðili íslenska landsliðsins og hér fyrir neðan getið þið séð tvær skemmtilegar auglýsingar sem ég hef tekið í þátt í með VÍS.

 

 

 

 

 

Sponsors

Partners

Instagram #HandballGustavsson

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013