Gustavsson.is - Fréttir - Æfingadagbók 5 : Ballet á lestarstöð

  • Islenska
  • Deutch

Æfingadagbók 5 : Ballet á lestarstöð

22.01.2014

Það hefur myndast sú hefð hjá landsliðinu að fara í göngutúr á leikdegi þar sem að Erlingur Richardsson stjórnar liðkandi æfingum. Einn af hans kostum er að hann er óútreiknanlegur og kemur sífellt á óvart með nýjum og skemmtilegum æfingum. Nú í dag fyrir leikinn okkar gegn Dönum tókum við þægilegan göngutúr þar sem numið var staðar inni á lestarstöðinni hér í Herning. Þar skelltum við okkur í nokkrar balletæfingar og án nokkurs vafa eru þetta æfingar vikunnar. Ég er einnig viss um að þær skili sínu þegar í leikinn verður komið í kvöld gegn Dönum fyrir framan 15.000 áhorfendur í Boxen. Áfram Ísland!

 

 

Sponsors

Partners

Instagram #HandballGustavsson

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013