Gustavsson.is - Fréttir - Er þetta mesta afrek í íslenskri íþróttasögu eða ekki?

  • Islenska
  • Deutch

Er þetta mesta afrek í íslenskri íþróttasögu eða ekki?

07.09.2015

Hverjum er ekki drullusama? Ég er búinn að sjá svo mikið af færslum á Facebook þar sem fólk er að bera saman hinar og þessar íþróttagreinar og eyða orðum og orku í það að metast og berjast um að setja þennan árangur fótboltalandsliðsins á einhvern stall. Til hvers? Er ekki nóg að við séum að berjast við þjóðir inná vellinum sem eru miklu fjölmennari en við? Þurfum við líka að vera að berjast innan Íslands í einhverjum metingi milli afreka? Þetta sem að strákarnir okkar í fótboltanum eru að gera er STURLAÐ og eiga þessir gaurar þetta svo fyllilega skilið! Þvílík topp eintök, þvílíkar týpur og þvílíkar fyrirmyndir!

 

Hættum að eyða orku eða orðum í vitlausar áttir eyðum orðunum núna að láta strákana okkar í fótboltanum vita hversu geggjaðir þeir eru og eyðum svo orkunni í að öskra á sjónvarpið þegar strákarnir okkar spila á morgun gegn Serbíu á EM í körfu. Það eru hrikalegir töffarar sem eru að berjast eins og brjálæðingar fyrir fánann og allt það sem við stöndum fyrir!

 

Ég hef sjaldan verið eins stoltur af því að vera Íslendingur eins og um þessar mundir og er þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa öll þessi afrek sem eru að frétta. Getum við ekki öll bara verið Lottó gaurinn í auglýsingunni?

 

Ég er allavega að elska það að vera íslendingur!

Sponsors

Partners

Instagram #HandballGustavsson

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013